Aflétta flugbanninu til Tel Aviv

Mynd/AFP

Flest stærstu flugfélaga heims hafa nú aflétt flugbanninu til Tel Aviv sem sett var á eftir að sprengja sprakk nálægt flugvellinum í borginni. Bandarísku flugfélögin US Airways og American Airlines afléttu banninu í dag og fylgdu flest evrópsku flugfélögin í kjölfarið eftir að evrópska flugmálastofnunin hafði gefið grænt ljós.

Þýska flugfélagið Lufthansa ákvað hins vegar að fella niður flug til borgarinnar í einn sólarhring til viðbótar. „Við munum hefja aftur flug til borgarinnar þegar öryggi flugvallarins hefur verið tryggt á sannfærandi hátt,“ segir í tilkynningu frá flugfélaginu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert