ISIS boða kynfæralimlestingar á 11 til 46 ára konum

Sjálfboðaliðar úr röðum almennra borgara hafa gripið til vopna í …
Sjálfboðaliðar úr röðum almennra borgara hafa gripið til vopna í Írak og berjast með stjórnarhernum gegn herskáum uppreisnarmönnum ISIS-samtakanna. AFP

Herskáir íslamistar í Írak, sem eru hliðhollir ISIS-samtökunum, hafa fyrirskipað kynfæralimlestingar á öllum konum á aldrinum 11 til 46 ára. Þetta gæti haft áhrif á allt að fjórar milljónir kvenna samkvæmt tölum frá Sameinuðu þjóðunum.

Tölurnar eru áætlun Sameinuðu þjóðanna, því ekki er vitað hve margar konur eru á yfirráðasvæði ISIS.

ISIS hafa undanfarið hertekið stór landsvæði í Mið-Austurlöndum og stofnað svokallað kalífat. Meðlimir samtakanna styðjast við öfgafulla túlkun á Kóraninum.

Kynfæralimlestingar kvenna hafa ekki tíðkast í Írak nema meðal strangtrúuðustu múslima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert