Yfir 800 Palestínumenn hafa látið lífið

Ísraelskir hermenn á Gaza-ströndinni.
Ísraelskir hermenn á Gaza-ströndinni. JACK GUEZ

Eftir að Ísraelsmenn vörpuðu sprengju á íbúðarhús í Gaza fyrr í dag er tala látinna Palestínumanna komin yfir 800. Dagurinn í dag var einn sá blóðugasti síðan átökin hófust þann 8. júlí. 

Sprengjunni var varpað á íbúðarhús í borginni Khan Yunis í suðurhluta Gaza-svæðisins. Talið er að einn maður hafi látist í árásinni.

Um 100 Palestínumenn létu lífið í átökunum í dag samkvæmt heimildum AFP fréttaveitunnar, en Ísraelsmenn vörpuðu sprengjum víða á Gaza-svæðinu á þessum 18. degi átakanna. 32 ísraelskir hermenn hafa látist síðan árásirnar hófust.

Átökin á Gaza-ströndinni undanfarna daga eru þau blóðugustu á svæðinu síðan árið 2009. Yfirvöld telja að 80% þeirra sem hafa látist séu Palestínumenn, en stærstur hluti þeirra látnu eru konur og börn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert