Varði afkvæmið fyrir hungruðum ljónum

AFP

Hjón sem heimsækja reglulega sama þjóðgarðinn í Kenía urðu vitni að því nýverið er gíraffamóðir varði afkvæmi sitt fyrir hópi ljóna sem ætluðu að éta það.

  Á myndskeiði sem Bill og Barbara Westbrook tóku í Olare Motorogi-friðlandinu fyrir skömmu má sjá hvar gíraffinn hrekur ljón, sem höfðu gert sig líkleg til að ráðast á afkvæmi hennar, á brott með því að stappa niður löngum fótum sínum svo jörðin skelfur.

Ljónin voru mörg en með þessari djörfu framkomu náði móðirin að bjarga lífi kálfsins. 

Sjón er sögu ríkari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert