Bönnuðu flug yfir miðborg Björgvinjar

Töluverður viðbúnaður lögreglu hefur verið við flugvöllinn í Osló.
Töluverður viðbúnaður lögreglu hefur verið við flugvöllinn í Osló. AFP

Lögreglan í Hörðalandi í vesturhluta Noregs bannaði flug yfir miðborg Björgvinjar í morgun vegna vísbendinga um að hryðjuverkaárás sé yfirvofandi í landinu.

Annars er allt með kyrrum kjörum í Noregi. Samgöngur ganga eðlilega fyrir sig og allt flug er jafnframt á áætlun á helstu flugvöllum landsins. Hins vegar hefur eftirlit og viðbúnaður lögregluyfirvalda aukist til muna undanfarna daga vegna hryðjuverkaógnarinnar.

Eins hafa bandarísk stjórnvöld varað þegna sína við því að ferðast til Noregs. Íslensk stjórnvöld hafa ekki séð ástæðu til þess, en Gunnar Pálsson, sendiherra Íslands í Noregi, hvetur Íslendinga til að kynna sér vel það sem norsk stjórnvöld hafa sagt og einnig það sem fram hefur komið í fjölmiðlum áður en þeir fara út til Noregs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert