Rússar beittir refsiaðgerðum

Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB.
Herman van Rompuy, forseti leiðtogaráðs ESB. AFP

Leiðtogar Evrópusambandsins ákváðu í gær að herða refsiaðgerðir sínar gegn Rússum. Áformað er að kyrrsetja eignir fimmtán Rússa og átján fyrirtækja til viðbótar við þá sem þegar eru á hinum svarta lista Evrópusambandsins.

Refsiaðgerðirnar koma til vegna stuðnings Rússa við aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu. Helstu leiðtogar Evrópusambandsins hafa fundað stíft undanfarið og reynt að ná samkomulagi um til hvaða aðgerða eigi að grípa. Refsiaðgerðirnar eru bæði pólitískar og efnahagslegar.

Alexander Bortnikov, yfirmanni rússnesku leyniþjónustunnar, er nú meinað að ferðast til ríkja Evrópusambandsins og gildir það sama um Mikhail Fradkov, háttsettum embættismanni innan leyniþjónustunnar og fyrrum forsætisráðherra Rússlands.

Eignir þeirra í evrópskum bönkum verða jafnframt frystar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert