1.030 Palestínumenn liggja í valnum

AFP

1.030 Palestínumenn hafa látið lífið í hernaðaraðgerðum Ísraelshers á Gaza-svæðinu. 43 ísraelskir hermenn hafa fallið í átökunum og tveir óbreyttir ísraelskir borgarar. Á morgun eru þrjár vikur liðnar síðan her ísraelskra stjórnvalda lét fyrst til skarar skríða á Vesturbakkanum.

Átökin hafa haldið áfram í dag eftir um tólf klukkutíma vopnahlé í gær. Strax eftir vopnahléið skutu liðsmenn úr samtökunum Hamas flugskeytum á Ísrael en ísraelski herinn svaraði að bragði með loftárásum. Í morgun féllust hins vegar Hamas á beiðni Sameinuðu þjóðanna um að boða til eins sólarhrings vopnahlés af mannúðarástæðum. 

Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, sagðist hins vegar ekki geta fallist á vopnahlé. Benti hann á að Hamas-liðar hefðu brotið gegn skilmálum vopnahlésins sem þeir boðuðu sjálfir til. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert