Eiginkonu varaforsætisráðherra rænt

Liðsmenn úr röðum Boko Haram.
Liðsmenn úr röðum Boko Haram. AFP

Talið er að liðsmenn úr röðum íslömsku öfgasamtakanna Boko Haram hafi rænt eiginkonu varaforsætisráðherra Kamerún fyrr í dag. Henni var rænt í bænum Kolofata við landamæri Nígeríu. Bæjarstjóranum var einnig rænt.

Þá réðust liðsmenn Boko Haram jafnframt inn á heimili varaforseta landsins í morgun. Hann komst hins vegar undan.

Sam­tök­in Boko Haram voru stofnuð í Níg­er­íu árið 2002 og er mark­mið þeirra að berj­ast gegn vest­ræn­um áhrif­um og mennt­un í land­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert