Fimm féllu í sprengjuárás í Nígeríu

Liðsmenn úr röðum Boko Haram.
Liðsmenn úr röðum Boko Haram. AFP

Fimm manns féllu og átta slösuðust alvarlega í sprengjuárás á kaþólskri kirkju í borginni Kano í norðurhluta Nígeríu í kvöld. Tveimur sprengjum var varpað á kirkjuna, að sögn lögregluyfirvalda í borginni.

Enginn hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni en lögreglan segir að liðsmenn úr röðum íslömsku öfgasamtakanna Boko Haram liggi undir grun. Þeir hafa borið ábyrgð á fjölmörgum sprengjuárásum í norðurhluta landsins á undanförnum mánuðum.

Sam­tök­in Boko Haram voru stofnuð í Níg­er­íu árið 2002 og er mark­mið þeirra að berj­ast gegn vest­ræn­um áhrif­um og mennt­un í land­inu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert