Frakkar minnast þeirra sem fórust

AFP

Fánar voru dregnir í hálfa stöng í Frakklandi í dag en Frakkar minnast þeirra 118 sem létu lífið er alsírska farþegavélagin hrapaði í Malí síðastliðinn fimmtudag.

Vélin var á leið yfir Sahara-eyðimörkina frá Búrkína Fasó til Alsírs. Sérfræðingar bíða nú flugritanna sem sendir voru til borgarinnar Gao í Malí þar sem franski herinn hefur bækistöðvar sínar.

Sérfræðingar í flugslysum vinna nú við brak vélarinnar en talið er að það muni taka nokkra daga að fara í gegnum það. Ekki er vitað af hverju vélin hrapaði. Frönsk stjórn­völd telja að allt bendi til þess að vél­in hafi far­ist í slæmu veðri, en aðrir mögu­leik­ar hafa hins veg­ar ekki verið úti­lokaðir. 

Íbúar Búrkína Fasó komu víða saman í kirkjum landsins í gær en þar voru haldnar bænastundir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert