Versti ebólu-faraldur allra tíma

Versti ebólu-faraldur allra tíma breiðist nú út um Vestur-Afríku. Hundruð hafa látist. Tveir Bandaríkjamenn, læknir og trúboði, hafa nú smitast af vírusnum sem dregur níu af hverjum tíu sem smitast til dauða. 

Bandaríkjamennirnir hafa starfað við að hlúa að þeim sem sýkst hafa af ebóla í Líberíu. Læknirinn Kent Brantly er í einangrun í Monróvíu í Líberíu. Ástand trúboðans Nancy Writebol er sagt stöðugt.  „Þau fá bæði gjörgæsluhjúkrun, en ástandið er vissulega alvarlegt,“ segir talsmaður sjúkrahússins við AFP-fréttastofuna. 

Á laugardag dró ebóla konu til dauða í Freetown, höfuðborg Sierra Leone. Hún er fyrsti sjúklingurinn sem lætur lífið úr sjúkdómnum í borginni.

Talið er að að minnsta kosti 660 manns hafi dáið úr ebólu í fjórum Afríkuríkjum þar sem faraldurinn er nú einna skæðastur.

Frétt mbl.is: 

Engin lyf við skæðasta vírusi heims

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert