Líbería lokar á ebóluveiruna

Íbúar Líberíu gera allt hvað þeir geta til þess að …
Íbúar Líberíu gera allt hvað þeir geta til þess að koma í veg fyrir ebólusmit. ZOOM DOSSO

Líbería hefur lokað helstu landamærum landsins í tilraun til þess að stöðva frekari útbreiðslu veirunnar um álfuna. 

Á fjölförnum stöðum í landinu, svo sem á flugvöllum, hefur einnig verið komið upp sérstökum skimunarmiðstöðum þar sem fólk getur látið athuga hvort það sé smitað af veirunni.

Airik Air, stærsta flugfélag Nígeríu, tilkynnti fyrr í dag að allt flug til Líberíu og Sierra Leone yrði fellt niður, en í síðustu viku flaug einstaklingur smitaður veirunni til Nígeríu frá Sierra Leone. Miklar öryggisráðstafanir eru við landamæri og flugvelli Nígeríu vegna veirunnar.

Talið er að um 660 manns hafi látist í Vestur-Afríku síðan faraldurinn hófst í febrúar, en níu af hverjum tíu sem smitast láta lífið. Sagt hefur verið að faraldurinn sé sá versti í sögunni.

Guðrún Sigmundsdóttir, yfirlæknir sóttvarna hjá Landlæknisembættinu, sagði í samtali við mbl.is í gær að enn þyrftu ferðamenn til Vestur-Afríku ekki að óttast veiruna. 

Fyrri fréttir mbl.is

Fólk veikt af ebólu ferðast samt

Ferðamenn þurfa ekkert að óttast

Versti ebólu-faraldur allra tíma

Engin lyf við skæðasta vírusi heims

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert