Rannsakendur stopp vegna átaka

Rannsakendur frá Hollandi og Ástralíu komust í gær ekkert að flaki malasísku farþegaþotunnar, flug MH17, sem hrapaði í austurhluta Úkraínu og var þetta annar dagurinn í röð þar sem það gerist. Rannsóknarteymið heldur við í bænum Shakhtarsk, um þrjátíu kílómetrum frá flakinu, og fer hvergi vegna átaka.

Átök hafa verið á svæðinu milli aðskilnaðarsinna og úkraínskra her­manna og engar öryggisráðstafanir vegna rannsóknar á braki úr MH17. Reglulega heyrist skothríð og eru vegir svo gott sem stíflaðir vegna íbúa sem flýja svæðið.

Ekki er ljóst hvort gerð verði tilraun til að rannsaka brak úr vélinni á vettvangi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert