Myndband sýnir sprengingar á Gaza

Sprengjuvörpur Ísraelsmanna hleypa af í gær.
Sprengjuvörpur Ísraelsmanna hleypa af í gær.

Í myndbandi sem birtist í Sádi-arabískum miðlum í gær sést þegar ísraelski herinn jafnar íbúðarhverfi á Gaza-svæðinu við jörðu á innan við klukkustund. 

Á vefsíðu Telegraph segir að myndbandið hafi verið tekið upp á laugardaginn, stuttu áður en þjóðirnar samþykktu 12 klukkustunda vopnahlé. 

Að sögn talsmanna ísraelska hersins er árásum þeirra á Gaza-svæðinu miðað að höfuðstöðvum Hamas-samtakanna og vopnabúrum þeirra. 

Talið er að rúmlega 1200 Palestínumenn hafi nú látist í átökunum síðan þann 8. júlí. Hamas-samtökin segjast ekki samþykkja frekari vopnahlé fyrr en fallist hefur verið á kröfur þeirra um að opna landamærin að Egyptalandi.

Myndbandið má sjá hér að neðanverðu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert