Kókaínið hvarf af lögreglustöðinni

50 kíló af kókaíni hurfu úr læstu herbergi í höfuðstöðvum …
50 kíló af kókaíni hurfu úr læstu herbergi í höfuðstöðvum lögreglunnar í París. AFP

Yfirvöld í Frakklandi hafa nú fyrirskipað rannsókn á hvarfi 50 kílóa af kókaíni en fíkniefnið var geymt í tryggilega læstu herbergi í höfuðstöðvum lögreglunnar í París. Efnið er talið vera nokkurra milljóna evra virði. Kókaínið fannst í húsleitum í júlí.

Málið þykir nokkur vandræðalegt fyrir lögregluna í París. Augu frönsku þjóðarinnar beindust einnig að höfuðstöðvunum í apríl síðastliðnum þegar tveir háttsettir franskir lögreglumenn voru ákærðir fyrir að hafa nauðgað kanadískum ferðamanni.

Konan, sem er 34 ára, sagði að henni hefði verið nauðgað í höfuðstöðvunum seint að kvöldi til. Hún hitti lögreglumennina fyrr um kvöldið á skemmtistað í borginni og samþykkti hún að koma með þeim á vinnustað þeirra. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert