Sjúkraliðar komast ekki að særðum

Skriðdrekar Ísraelshers.
Skriðdrekar Ísraelshers. AFP

Að minnsta kosti fjörutíu féllu í árás Ísraelshers á borgina Rafah á Gaza-svæðinu í dag. Um 150 særðust í árásunum. Árásirnar voru gerðar aðeins um tveimur klukkustundum eftir að vopnahlé hófst.

Að minnsta kosti 1.500 Palestínumenn, aðallega óbreyttir borgarar, hafa fallið frá því að átökin brutust út í byrjun júlí. Um sextíu ísraelskir hermenn hafa fallið og þrír óbreyttir ísraelskir borgarar.

Sjúkraliðar eiga ekki auðveldan aðgang að svæðinu þar sem herinn hefur sett upp vegatálma við borgina. 

Hamas-liðar hófu einnig árásir yfir landamærin að Ísrael í morgun, skömmu eftir að vopnahléið átti að hefjast. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert