Viðræður um vopnahlé báru engan árangur

Palenstínsk kona gengur fram hjá veggjakroti á Gaza-svæðinu sem segir: …
Palenstínsk kona gengur fram hjá veggjakroti á Gaza-svæðinu sem segir: Frjáls Palestína. AFP

Ekkert hefur gengið í viðræðum Ísraelsmanna og Palestínumanna um hlé á átökum, en frestur til framlengingar á vopnahléi rann út nú á miðnætti að ísraelskum tíma. 

„Vopnahléið var rofið og Ísraelsmenn eiga sök á því,“ sagði Azzam Al-Ahmed, formaður samninganefndar Palestínumanna sem fundar nú með Ísraelsmönnum í Kaíró. „Við förum héðan á morgun, en við höfum ekki dregið okkur úr viðræðunum,“ sagði al-Ahmed í samtali við AFP-fréttaveituna. Hann segir Palestínumenn bíða svars Ísraelsmanna.

Hamas-samtökin saka Ísraelsher um að hafa rofið vopnahléið fyrr í dag. Ezzat al-Rishq, yfirmaður hjá samtökunum, segir að Ísraelsmenn muni ekki verða öruggir fyrr svo lengi sem Palestínumenn séu í hættu.

Ísraelsmenn hófu loftárásir á nýjan leik á Gaza-svæðinu í dag, en þremur eldflaugum var skotið frá Palestínu yfir til Suður-Ísraels. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert