Þjóðverjar senda Kúrdum vopn

Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, og Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra …
Ursula von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, og Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra landsins, á blaðamannafundinum í dag. AFP

Þýsk stjórnvöld eru reiðubúin að senda Kúrdum í Írak vopn til þess að berjast við liðsmenn Íslamska ríkisins í norðurhluta landsins. Þetta er haft eftir Frank-Walter Steinmeier, utanríkisráðherra Þýskalands, í frétt AFP í dag.

Þjóðverjar höfðu áður lýst sig reiðubúna að senda Kúrdum útbúnað til þess að verja sig eins og brynvarðar bifreiðar, hermannahjálma og skotheld vesti. Hins vegar voru þýsk stjórnvöld ekki tilbúin að senda þeim vopn. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, útilokaði þó ekki að til þess gæti komið að þýsk stjórnvöld ákveddu að senda Kúrdum vopn.

Haft er eftir Ursulu von der Leyen, varnarmálaráðherra Þýskalands, að eftir að önnur evrópsk ríki lýstu því yfir að þau ætluðu að sena Kúrdum vopn væru Þjóðverjar reiðubúnir að gera það saman. Þetta kom fram á blaðamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert