„Guð minn góður þetta er hann!“

David Holtzclaw var handtekinn í gær.
David Holtzclaw var handtekinn í gær. Mynd/Oklahoma City Police Dept.

Maður að nafni David Holtzclaw var í dag handtekinn fyrir utan líkamsræktarstöðina Gold's Gym í Oklahóma í Bandaríkjunum, grunaður um að hafa í starfi sínu sem lögregluþjónn í borginni nauðgað, barið og misnotað kynferðislega fjölda kvenna. 

Að sögn lögreglunnar í Oklahóma hafa sjö fórnarlömb gefið sig fram og lýst brotum Holtzclaws. Margar árásir hans áttu sér stað þegar hann var við umferðargæslustörf. Stöðvaði hann þá bifreiðar kvennanna og fór með þær á afskekta staði þar sem hann misnotaði þær. 

Á meðal fórnarlambanna er 57 ára gömul kona. Hún fékk fréttirnar af handtöku Holtzclaws þegar hún var í vinnunni. Hún segist hafa verið í uppnámi þegar andlitsmynd af árásarmanninum birtist allt í einu í fréttunum. „Þetta er hann! Þetta er hann! Það var það eina sem ég gat sagt þegar ég sá andlitið, guð minn góður þetta er hann!“

Bill Cotty, lögreglustjórinn sem leiddi rannsóknina segir að þeir hafi leitað árásarmannsins allt frá árinu 2011. Þeir komust á sporið eftir að þeir fengu vísbendingu nú í júní sl. „Þetta svertir orðspor okkar lögreglumanna. Það gerir okkur reiða að einn af okkar mönnum, sem á að vernda borgara, sé að fremja þessi brot,“ segir Cotty í samtali við CBS-news

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert