Senda neyðarbirgðir til Palestínu

Eyðileggingin á Gaza er gífurleg.
Eyðileggingin á Gaza er gífurleg. AFP

Hjálparsamtökin Rauði hálfmáninn í Íran mun senda 100 tonn af neyðarbirgðum til Gaza. Sendingin mun fara til Palestínu í gegnum Egyptaland.

Samkvæmt heimildarmönnum AFP hafa stjórnvöld í Kaíró samþykkt að flytja birgðirnar til Palestínu, en þeim verður flogið frá Íran til Egyptalands fljótlega. Munu þær samanstanda af mat og lyfjum. 

Að minnsta kosti 2092 Palestínumenn hafa fallið í árásum Ísraelshers á Gaza síðustu vikur. Átökin hófust 8. júlí og eru verstu átök á svæðinu í 14 ár. 

68 manns hafa fallið í Ísrael, þar af 64 hermenn og fjórir óbreyttir borgarar. Í dag lést fjögurra ísraelskur ára drengur eftir að Hamas-samtökin skutu eldflaug á leikskóla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert