Skotinn til bana í mosku

Lögreglumenn fyrir utan moskuna í dag.
Lögreglumenn fyrir utan moskuna í dag. AFP

Einn maður lést í skotárás í mosku í Sviss í dag. Lögreglan hefur handtekið mann sem grunaður er um verknaðinn. 

Moskan er í úthverfi borgarinnar St. Gallen í norðaustur hluta Sviss. Um 300 manns voru við bænahald í moskunni þegar maðurinn hóf að skjóta. Lögreglan var kölluð út um klukkan 2 eftir hádegi að staðartíma og handtók mann sem hélt á skammbyssu.

Samkvæmt fréttastofunni Sky er ekki vitað um ástæður árásarinnar en vitni á staðnum töldu að árásin tengdist margra ára gömlum fjölskylduerjum.

Samkvæmt heimildum fréttastofunnar AFP var fórnarlambið 18 ára gamall. 

Moskan er notuð af albönskum múslimum á svæðinu. 

Frétt Sky um málið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert