Þakklátur fyrir að lifa

„Ég er himinlifandi yfir að vera á lífi, að vera við góða heilsu og geta sameinast fjölskyldu minni á ný,“ sagði bandaríski læknirinn dr. Kent Brantly, þegar hann gekk út af sjúkrahúsinu í Georgíu í gær, læknaður af ebólu. Hann var fyrsti maðurinn sem fékk skammt af tilraunalyfinu ZMapp.

Á blaðamannafundi sem haldinn var í gær þegar dr. Brantly var útskrifaður var jafnframt tilkynnt að hjúkrunarfræðingurinn Nancy Writebol, sem einnig smitaðist við hjálparstarf og fékk skammt af ZMapp, hafi verið útskrifuð á þriðjudag. Ekki var greint frá því að hennar ósk, því hún vill halda einkalífi sínu frá fjölmiðlum.

Óvíst hvort ZMapp sé að þakka

Yfir 2.400 manns hafa sýkst af ebóluvírusnum í Afríku og þar haf hefur rúmur helmingur, 1.350 manns, látið lífið. Læknar leggja áherslu á að ekki sé hægt að vita fyrir víst hvort ZMapp virki til lækninga eða ekki, enda er rannsóknum á lyfinu ekki lokið. Tveir aðrir læknar og einn hjúkrunarfræðingur hafa hinsvegar fengið lyfið í tilraunaskyni í Líberíu, en það er til af skornum skammti.

Dr. Brantly sagðist á blaðamannafundinum í gær ekki hafa rennt í grun, þegar hann fór fyrst til Líberíu í október 2013, að hann myndi þurfa að eiga við ebóluna.

„Við fengum tilkynningu um það í mars að ebóla væri komin upp í Gíneu og hefði smitast til Líberíu og bjuggum okkur þá þegar undir það versta,“ sagði Brantly. „Við tókum ekki á móti fyrsta ebólu-sjúklingnum fyrr en í júní, en þegar hún kom vorum við vel undirbúin. Í júní og júlí fjölgaði ebólu-sjúklingum jafnt og þétt.“

Biðjið fyrir Afríku

Sjálfur veiktist Brantly þann 23. júlí og þremur dögum síðar var staðfest að hann hefði smitast af ebólu. „Ég er ótrúlega þakklátur öllum þeim sem komu að umönnun minni, frá fyrsta degi veikindanna og til dagains í dag, þegar ég útskrifast af Emory sjúkrahúsinu.“

Hann segist nú ætla að draga sig í hlé úr sviðsljósinu til að verja tíma með fjölskyldunni. „Þegar ég hef náð betri heilsu og fyrri styrk þá hlökkum við til þess að deila sögu okkar betur, en sem stendur þurfum við að eiga tíma saman, eftir að hafa verið aðskilin í meira en mánuð.“

Hann þakkaði jafnframt guði fyrir að hafa hlíft honum frá dauða og sagðist jafnframt þakklátur fyrir að athyglin sem veikindi hans hafa hlotið skyldi beina kastljósinu að neyðarástandinu í Vestur-Afríku. 

„Vinsamlegast haldið áfram að biðja fyrir Líberíu og fólkinu í Vestur-Afríku, og hvetjið þá sem hafa völd og áhrif til þess að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að binda endi á þennan ebólufaraldur.“

Dr. Kent Brantly og eiginkona hans Amber Brantly, á Emory …
Dr. Kent Brantly og eiginkona hans Amber Brantly, á Emory sjúkrahúsinu þaðan sem hann var útskrifaður í gær, læknaður af ebólu. AFP
Dr. Kent Brantly og eiginkona hans Amber Brantly föðmuðu læknana …
Dr. Kent Brantly og eiginkona hans Amber Brantly föðmuðu læknana og hjúkrunarfræðingana sem önnuðust hann í veikindunum. AFP
Dr. Kent Brantly segist nú ætla að draga sig í …
Dr. Kent Brantly segist nú ætla að draga sig í hlé úr sviðsljósinu og njóta þess að vera sameinaður með fjölskyldunni eftir erfið veikindin. Hér ásamt eiginkonunni Amber Brantly. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert