Widodo nýr forseti Indónesíu

Joko Widodo, nýr forseti Indónesíu.
Joko Widodo, nýr forseti Indónesíu. AFP

Hæstiréttur Indónesíu hefur staðfest að Jako Widodo sigraði í forsetakosningunum í Indónesíu. Hann fékk um 6% fleiri atkvæði en keppinautur hans Prabowo Subianto.

Forsetakosningarnar fór fram fyrir mánuði síðan en Subianto kærði úrslit þeirra til hæstaréttar sem nú hefur komist að þeirri niðurstöðu að Widodo hafi sigrað.

Widodo er rúmlega fimmtugur, fyrrverandi ríkisstjóri í Jakarta. Hann er sagður heiðarlegur og er ekki fulltrúi ráðandi stétta í Indónesíu. Þar hefur herinn áratugum saman ráðið miklu um stjórn landsins. Í skjóli hans hefur spilling þrifist.

Prabowo Subianto er bæði ríkur og nýtur stuðnings hersins. Hann er líka fyrrverandi tengdasonur Suharto, sem lengi stýrði landinu með harðri hendi. Subianto tók þátt í að berja niður uppreisn árið 1998 og er sakaður um að hafa látið pynta og drepa nokkra mótmælendur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert