Herþota hrapaði í Virginíu

Bandarísk F-15C orrustuþota hrapaði til jarðar í skóglendi í Virginíu í dag. Ekki liggur fyrir hvort flugmanninum hafi tekist að skjóta sér út úr vélinni áður en hún brotlenti að sögn talsmanna hersins.

Vélin tilheyrir flugdeild þjóðvarðliðsins í Westfield í Massachusetts, að því er talsmaður bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir. 

Þotan hrapaði um kl. 9 að staðartíma í morgun (kl 13 að íslenskum tíma) í dreifbýli skammt frá bænum Deerfield í George Washington og Jefferson þjóðgarðinum. Garðurinn er í um 290 km frá Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. 

Engin skotfæri voru um borð í vélinni. Hún var að fljúga til flotastöðvarinnar í New Orelans í mikilli hæð þegar flugmaðurinn missti samband við flugturn. 

Enn er óvíst um afdrif flugmannsins og stendur leit yfir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert