Indversk kona drap hlébarða

Konan var ákveðin að láta ekki í lægra haldi fyrir …
Konan var ákveðin að láta ekki í lægra haldi fyrir dýrinu. AFP

Indversk kona dvelur nú á sjúkrahúsi eftir að hafa drepið hlébarða með ljá einum saman. Dýrið réðst á hana þegar hún var huga að akri sínum. Bardaginn við dýrið tók um þrjátíu mínútur. Konan, sem er 56 ára, hlaut meiðsli á andliti og höndum. 

„Ég náði að grípa ljáinn minn og barðist með honum. Þá drapst hlébarðinn,“ sagði konan í samtali við fjölmiðla. Konan sagðist hafa orðið skelfingu lostin þegar dýrið réðst á hana en var ákveðið að gefast ekki upp. „Ég lofaði sjálfri mér að þetta yrði ekki  síðasti dagurinn minn hér,“ sagði konan.

Árásir hlébarða eru nokkuð algengar í sveitum Indlands, en það er þó sjaldgæft að þau lúti í lægra haldi fyrir mannfólkinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert