Senda hjálpargögn til Úkraínu

Petro Poroshenko, forseti Úkraínu og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ræddu …
Petro Poroshenko, forseti Úkraínu og Vladimir Pútín, forseti Rússlands, ræddu saman í gær. AFP

Yfirvöld í Moskvu munu senda hjálpargögn til austurhluta Úkraínu undir verndarvæng Rauða krossins. Vladimir Pútín, forseti Rússlands, hefur samþykkt þetta, að sögn talsmanns hans.

Pútín og Petro Poroshenko, forseti Úkraínu, komust að þessari niðurstöðu eftir viðræður í Minsk Hvíta-Rússlandi í gær. Á fundinum ræddu leiðtogarnir meðal annars samskipti ríkjanna.  

Hópur rússneskra hermanna sem voru teknir höndum í austurhluta Úkraínu í fyrradag segjast hafa farið yfir landamærin fyrir mistök. Tíu fallhlífarhermenn voru teknir höndum. Haft var eftir einum hermannanna að „þetta væri ekki þeirra stríð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert