Varað við fölsuðum lyfjum í Danmörku

mbl.is/Sverrir Vilhelmsson

Sala á fölsuðum lyfjum hefur vaxið ár frá ári og er mikið vandamál víða í Evrópu. Í Danmörku hefur Lyfjaeftirlitið þurft að taka af markaði geðlyf sem hafa verið flutt til landsins. Eins hafa krabbameinslyf sem stolið var af ítölsku mafíunni verið seld í Danmörku og Þýskalandi.

Fjallað er um sölu á fölsuðum lyfjum og stolnum lyfjum í Berlingske í dag. Þar kemur meðal annars fram að Lyfjaeftirlit Danmerkur hafi í morgun sent frá sér tilkynningu vegna lyfsins Abilify sem fólk sem glímur við geðhvörf og fleiri sjúkdóma tekur. Lyfið er flutt inn til Danmerkur af EuroPharmaDK. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert