Ashya fannst á Spáni

Ashya King hefur verið saknað síðan á þriðjudag.
Ashya King hefur verið saknað síðan á þriðjudag. Breska lögreglan á Twitter

Ashya King, fimm ára alvarlega veikur drengur sem leitað hefur að síðan á þriðjudag, er fundinn. Lögreglan segir að hann hafi fundist á Spáni. Búið var að gefa út handtökuskipan á hendur foreldrum drengsins sem námu hann á brott af sjúkrahúsi í Southampton.

Breska lögreglan gat í kvöld ekki gefið upplýsingar um líðan drengsins, en hann er með heilaæxli. Hann hafði fyrir skömmu gengist undir aðgerð og gat ekki tjáð sig með orðum og er lamaður.

Meðan hann var á sjúkrahúsinu fékk hann næringu í æð. Óttast var að hann myndi deyja ef hann fengi ekki áfram næringu, en lögreglan sagði fyrr í dag að talið væri að foreldrar hans hefðu gert ráðstafanir til að tryggja að hann fengi áfram næringu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert