Flugslys í Sahara-eyðimörk

Úkraínsk fraktflugvél hrapaði í alsírska hluta Shahara-eyðimerkurinn snemme í morgun. Sjö voru um borð í vélinni sem er af gerðinni Antonov 12.

Vélin var að fljúga til Miðbaugs-Gíneu er hún hrapaði til jarðar skammt frá landamærunum að Malí og Níger um kl. tvö í nótt að staðartíma (kl. 01:00 að íslenskum tíma).

Vélin hafði viðdvöl um tíma á flugvelli í Tamanrasset í Alsír vegna tæknilegra mála, en nákvæmari upplýsingar liggja ekki fyrir um það stopp.

Björgunarsveitarmenn hafa fundið brak vélarinnar í fjalllendi í suðurhluta Alsír en ekki er vitað um afdrif fólksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert