Ráðist á friðargæsluliða

Voltaire Gazmin, varnarmálaráðherra Filippseyja, segir að uppreisnarmenn á sýrlenska hluta Gólanhæða hafi ráðist á filippseyska friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna.. Hann segir að árásin hafi hafist snemma í morgun en hann hefur ekki greint frá mannfalli.

Sýrlenskir uppreisnarmenn hafa að undanförnu tekið 44 friðargæsluliða frá Fijií gíslingu á svæðinu. Einnig umkringdu þeir eftirlitsstöð 75 friðargæsluliða frá Filippseyjum, en um tvær stöðvar er að ræða. 

Þá hafa uppreisnarmennirnir náð landamærastöð sem liggur á ísraelska hluta Gólanhæða á sitt vald, að því er segir á vef BBC.

Talið er að uppreisnarmennirnri tilheyri al-Nusra fylkingunni, sem nýtur stuðnings al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert