Réðust inn í bústað forsætisráðherrans

A.m.k. 230 hafa verið fluttir á sjúkrahús í Islamabad í Pakistan í dag eftir að átök brutust út milli mótmælenda og lögreglu. Mótmælendur reyndu að komast inn í bústað Nawaz Sharif, forsætisráðherra Pakistan. Sumir eru alvarlega slasaðir.

Stjórnarandstæðingar hafa staðið fyrir mótmælum við forsætisráðherrabústaðinn í tvær vikur. Þeir telja að víðtæk kosningasvik hafi verið höfð frami í kosningunum sem fram fóru á síðasta ári og að Nawaz Sharif sé ekki réttkjörinn forsætisráðherra. Stjórnarandstæðingar notuðu krana og gáma til að reyna að brjótast inn fyrir múra sem eru við bústaðinn.

Forystumenn mótmælenda eru Imran Khan, sem er velþekktur krikket-íþróttamaður og trúarleiðtoginn Tahir ul Qadri, sem er ættaður frá Kanada.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert