Skaut tengdaföður og ástmann

Scott Rogers
Scott Rogers

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Scott Rogers var skotinn til bana á heimili sínu í Louisana í Bandaríkjunum á miðvikudaginn. Banamaður hans er talinn vera Mathew Hodgkinson, en hann er fyrrverandi tengdasonur hans og fyrrverandi ástmaður hans.

Rogers var 52 ára gamall Breti. Hann stjórnaði dansskóla í Suffolk í Bretlandi áður en hann flutti til Bandaríkjanna þar sem hann stjórnaði sjónvarpsþætti á WAFB-TV.

Hodgkinson, sem talinn er hafa myrt Rogers, fannst á heimili Rogers. Hann var með skotsár á höfði en talið er að hann hafi gert misheppnaða tilraun til að svipta sig lífi. Bréf fannst í húsinu sem Hodgkinson er talinn hafa skrifað eftir að hann myrti Rogers, að því er fram kemur í frétt á BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert