Byggingakrani féll á fjölbýlishús

Wikipedia

Þýskur karlmaður slapp með skrekkinn snemma á föstudaginn þegar 40 metra hár byggingakrani féll á fjölbýlishúsið sem hann býr í. Maðurinn var enn í rúminu þegar atburðurinn átti sér stað og vaknaði við ósköpin. Hann sat fastur í rúminu vegna braks úr þaki hússins þar til að honum var bjargað.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.de að maðurinn hafi einungis hlotið minniháttar meiðsl. Bjarga hafi þurft sex manns úr húsinu eftir að það varð fyrir krananum en hann hafði skömmu áður verið settur upp á byggingasvæði skammt frá. Rannsókn er hafin á tildrögum þess að kraninn féll.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert