Gæti tekið Kænugarð á tveimur vikum

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Rússneski herinn gæti hertekið Kænugarð, höfuðborg Úkraínu, á tveimur vikum ef forseti Rússlands, Vladimír Pútín vildi það. Þetta er haft eftir forsetanum á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph en hann er sagður hafa látið ummælin falla í samtali við José Manuel Barroso, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Ennfremur segir í fréttinni að ummælin séu hugsanlega ástæðan fyrir því að ESB ætli að herða á viðskiptaþvingunum sínum gagnvart Rússlandi. Þá ætli Atlantshafsbandalagið (NATO) að skipuleggja 40 þúsund manna herlið sem verði ávallt til taks og geti með skömmum fyrirvara brugðist við ógn í hvaða aðildarríki bandalagsins sem er. Búist er við að áformin verði samþykkt á fundi NATO í Wales í vikunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert