Myrti tengdamóður sína

Lögreglan í Madríd.
Lögreglan í Madríd. AFP

Maður, sem var í fjögurra daga leyfi frá fangelsi, stakk tengdamóður sína til dauða og alvarlega særði kærustu sína á laugardag í Madríd. 

Maðurinn, sem er 32 ára gamall Rúmeni, var í fangelsi fyrir ofbeldisfullt rán og aðild sína að glæpagengi. Hann stakk 57 ára gamla tengdamóður sína í hálsinn með tálgunarverkfæri.

Tengdamóðirin lést við að reyna að vernda dóttur sína frá árásarmanninum, en dóttirin lifði af þrátt fyrir að hafa orðið fyrir 25 stungum í bringu og handleggi.

Þegar lögregla kom að heimili fórnarlambsins í Madríd, var árásarmaðurinn ennþá þar.

Maðurinn er í haldi lögreglu, en hann var yfirheyrður af dómara í gær.

Fréttavefurinn Thelocal.es segir frá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert