Telur flestar skáldsögur of langar

Ian McEwan
Ian McEwan DOMENICO STINELLIS

Breski rithöfundurinn Ian McEwan segir að allt of margar skáldsögur séu of langar og segist vera hrifnastur af bókum sem eru það stuttar að hægt sé að lesa þær í einni lotu. „Eins og að njóta þess að horfa á þriggja tíma langa kvikmynd eða óperu,“ segir McEwan í samtali við Telegraph.

Í nýjustu bók sinni „The Children's Act“ fjallar McEwan um réttinn til að deyja en í bókinni er það sett í hendurnar á hæstaréttardómara að ákveðna hvort unglingspiltur, sem er votti Jehóva, lifi eða deyi þar sem foreldrar hans neita því að sonur þeirra fái blóðgjöf af trúarástæðum. Ef hann fær ekki blóðgjöf mun hann deyja. 

Aðspurður um afstöðu hans til trúarkennslu í skólum segist hann fylgjandi frönsku línunni, það er að börnin fái upplýsingar um öll trúarbrögð en það sé sett í þeirra hendur þegar þau eru orðin fullorðin hvað þau vilji.

Telegraph

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert