Trúarlögreglan lét Breta finna fyrir því

AFP

Trúarlögreglan í Sádí-Arabíu lét Breta finna til tevatnsins í gær eftir að hann var gripinn glóðvolgur á afgreiðslukassa sem einungis er ætlaður fyrir konur.

Bretinn, sem hefur búið lengi í Riyadh, varð stöðvaður í matvöruverslun af lögreglunni eftir að hann hafði greitt á kassa sem einungis er ætlaður fyrir kvenkyns viðskiptavini. Með manninum var eiginkona hans og var hún klædd í svartan kufl frá toppi til táar en þau eru bæði múhameðstrúar.

Karlmenn mega koma með konum á þessa afgreiðslukassa sem aðeins eru fyrir konur svo lengi sem þeir halda sig til hlés og láti konuna um að greiða fyrir vörurnar. 

Rifrildið var tekið upp á myndband á báða bóga og neitaði maðurinn að afhenda lögreglunni myndavél sína. Endaði deilan með því að lögreglumaður réðst á hann og henti honum í jörðina. Rannsókn er hafin á atvikinu en trúarlögreglan hefur oft þótt ganga of langt í eftirliti sínu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert