FBI skoðar lekamálið

Jennifer Lawrence og Rihanna eru meðal þeirra sem hafa orðið …
Jennifer Lawrence og Rihanna eru meðal þeirra sem hafa orðið fyrir barðinu á tölvuhökkurum. AFP

Bandaríska alríkislögreglan (FBI) hefur nú til rannsóknar ásakanir um að persónulegum myndum af fræga fólkinu hafi verið stolið og þeim lekið á netið. Meðal annars er um nektarmyndir að ræða af frægum leikkonum eins og Jennifer Lawrence.

Samkvæmt frétt BBC eru myndirnar sem hafa verið settar í umferð á netinu af tuttugu þekktum einstaklingum og er talið að þeim hafi verið stolið af vefþjónustum eins og Apple iCloud. Apple rannsakar nú hvort brotist hafi verið innið kerfi þeirra iCloud.

Lawrence, sem meðal annars leikur í The Hunger Games-myndunum, hefur krafist rannsóknar á stuldinum á myndunum enda sé um svívirðilegt brot á einkalífi hennar að ræða.

Myndunum af fræga fólkinu var lekið á myndasíðuna 4Chan og sá sem setti þær á netið lýsti sér sem safnara fremur en tölvuhakkara. Viðkomandi hefur boðað frekari myndbirtingar á næstunni. Einhverjar stjörnur hafa staðfest að myndirnar séu af þeim á meðan aðrar segja myndirnar falsaðar.

Leikkonan Mary Elizabeth Winstead staðfestir á Twitter að myndirnar séu af henni og eiginmaður hennar hafi tekið þær fyrir mörgum árum. Hún segist vona að þeim sem liggi yfir þeim líði vel en myndunum hafi verið eytt fyrir mörgum árum.

Nektarmyndum lekið eftir tölvuárás

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert