Gæti haft slæm áhrif á faraldurinn

Royal Air Morocco er eina flugfélagið sem flýgur reglulega til …
Royal Air Morocco er eina flugfélagið sem flýgur reglulega til höfuðborga Síerra Leóne. AFP

Takmarkanir á ferðum gætu hindrað aðgerðir hjúkrunarfólks gegn ebólu-faraldrinum sem nú geisar í Vestur-Afríku, að mati sérfræðinga. Hvetji ríki heimsins fólk til þess að ferðast ekki til landa þar sem ebóla hefur greinst og felli flugfélög niður flug til þessara landa, gæti reynst erfitt að veita þeim sem þurfa læknis- eða neyðaraðstoð.

Alþjóðaheilbrigðismálastofunun, WHO, hefur farið fram á að dregið verði úr eða hætt verði við að fella niður flug til landa Vestur-Afríku þar sem fjöldi fólks hefur sýkst og látið lífið af völdum ebólunnar. Flugfélögin Air France og British Airways fljúga ekki lengur til Freetown í Síerra Leóne og það síðarnefnda flýgur heldur ekki lengur til Monróvíu.

Royal Air Morocco er eina flugfélagið sem flýgur reglulega til höfuðborga Síerra Leóne og Líberíu en Brussels Airlines flýgur af og til til landanna.

Suður-Afríka tekur ekki lengur við fólki inn í landið sem er á leið frá Gíneu, Líberíu og Síerra Leóne.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert