Átökin kostuðu Ísrael 2,5 milljarð dollara

Ísraelskir hermenn.
Ísraelskir hermenn. AFP

Varnarmálaráðherra Ísraels, Moshe Yaalon, sagði á blaðamannafundi í dag að beinn kostnaður af átökunum við Hamas-samtökin í sumar hafi verið yfir 2,5 milljarð dollara. Frá þessu er greint í frétt AFP.

„Við gerðum árásir á yfir 6 þúsund skotmörk og þar af rúmlega 5 þúsund út lofti en um 900 af landi eða sjó,“ sagði ráðherrann. Hann viðurkenndi hins vegar að þrátt fyrir þessar árásir ættu Hamas-samtökin enn umtalsvert vopnabúr. Þannig hefðu samtökin átt um 10 þúsund eldflaugar en ættu í dag um tvö þúsund. Hver gagneldflaug frá Ísrael kostaði 100 þúsund dollara.

Ríkisstjórn Ísraels hefur þegar ákveðið að grípa til niðurskurðar í rekstri ríkisins til þess að mæta þeim kostaði sem átökin við Hamas-samtökin höfðu í för með sér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert