Segir Carla nei við Sarkozy?

Segir Carla nei við Sarkozy?
Segir Carla nei við Sarkozy? AFP

Frakkar velta nú vöngum yfir því hvort fyrrverandi forseti landsins, Nicolas Sarkozy, muni reyna að endurheimta forsetastólinn í næstu kosningum. Það er eitt og annað sem gæti komið í veg fyrir það en helsta hindrunin virðist vera eiginkonan, CarlaBruni-Sarkozy, sem segir nei.

Frakkar kjósa sér forseta árið 2017 en Sarkozy varð undir í kosningunum árið 2012 er

<span>François Hollande fékk meirihluta atkvæða í seinni umferðinni. Hollande hefur síðan tekist að verða sá forseti Frakklands sem nýtur minnstra vinsælda meðal almennings. Telja ýmsir stjórnmálaskýrendur að Sarkozy hafi hugsað sér gott til glóðarinnar en Carla Bruni virðist ekki vera jafn hrifin af hugmyndinni um að flytja í Elysée höll á ný. </span>

Í frétt

<a href="http://www.leparisien.fr/politique/ump-sarkozy-derniers-doutes-avant-le-grand-saut-31-08-2014-4099941.php" target="_blank">Le Parisien</a>

á sunnudag kemur fram að Bruni hafi tekið því illa þegar hugmyndin um forsetaframboð hafi verið borin upp í sumarleyfi þeirra hjóna á Bali nýverið.

Vinir þeirra segja að hún hafi beðið eiginmanninn um að bjóða sig ekki fram og að sögn eins þeirra á að hafa sært hana öll sú gagnrýni sem beindist að Sarkozy meðan hann gegndi embætti forseta. Hún vilji að þau haldi sig fjarri kastljósi fjölmiðla og eigi rólegt líf saman.

Sarkozy sagði í vor að hann myndi gefa út opinbera yfirlýsingu í haust um hvað hann myndi gera og margir telja að hann muni kynna ákvörðun sína í kringum 18. september. En þann dag mun Hollande halda fund með blaðamönnum, blaðamannafund sem haldinn er tvisvar á ári þar sem er yfir stöðuna. 

En ekki er víst að Sarkozy sé einn um hituna hvað varðar forsetaframboð á vegum UMP hægri flokksins. Meðal annars hefur Alain Juppé, fyrrverandi forsætisráðherra, tekið vel í hugmyndina um framboð, samkvæmt frétt The Local. Eins er François Fillon, fyrrverandi forsætisráðherra, einnig nefndur sem mögulegur frambjóðandi. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert