Tók handsprengjuna heim með sér

Úr myndasafni.
Úr myndasafni. Wikipedia

Karlmaður á sjötugsaldri rakst á dögunum á handsprengju þar sem hann var úti í skógi að tína sveppi í sveitarfélaginu Molln í Austurríki. Maðurinn tók sprengjuna upp og fór með hana heim til sín. Sonur hans hafði hins vegar strax samband við lögregluna.

Fram kemur á fréttavefnum Thelocal.at að handsprengjan hafi orðið fyrir hnjaski og fyrir vikið mikil hætta á að hún springi. Sprengjusveit hafi verið kölluð á vettvang sem hafi sprengt sprengjuna með öruggum hætti. Áður en það var gert voru hús innan 500 metra rýmd og þjóðvegi í nágrenninu lokað tímabundið.

Ekki er hins vegar ljóst hvort handsprengjan var frá dögum fyrri eða síðari heimsstyrjaldarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert