Afi að baki skotárásinni

Séð yfir Kaupmannahöfn.
Séð yfir Kaupmannahöfn. mbl.is/Ómar

Forræðismál mun hafa verið rótin að skotárás í dómshúsi í Kaupmannahöfn í dag. 67 ára móðurafi þriggja ára barns sem málið snerist um varð þar lögmanni að bana og særði föður barnsins lífshættulega.

Lögmaðurinn hét Anders Lindholt og átti að koma fyrir réttinn í dag fyrir hönd föðursins. Afi barnsins mætti í réttarsal vopnaður riffli sem hann skaut úr sex sinnum í átt að Lindholt og föðurnum til skiptis. Hann viðurkenndi skotárásina fyrir lögreglu í dag samkvæmt Berlinske en ástæður árásarinnar hafa hinsvegar ekki verið gefnar upp. Faðirinn er nú úr lífshættu en mun hann þó alvarlega særður. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert