Fangi fær að binda enda á eigið líf

Frank Van Den Bleeke fær aðstoð við að taka sitt …
Frank Van Den Bleeke fær aðstoð við að taka sitt eigið líf á næstu dögum. AFP

Belgískir dómstólar hafa veitt fanga leyfi til þess að binda enda á eigið líf. Þetta kemur fram í frétt BBC

Belgískir dómstólar innleiddu lög um líknarmorð árið 2002 og hefur fjöldi beiðnanna farið fjölgandi með hverju ári. Flest málin koma að eldra fólki og fólki sem glímur við banvæna sjúkdóma og eru þau mál ekki umdeild lengur þó löggjöfin sé ekki yfir gagnrýni hafin.

Fanginn sem um ræðir er Frank Van Den Bleeke, fimmtíu ára gamall, sem hlaut lífstíðardóm fyrir nauðgun og morð.  

Van Den Bleeke hefur afplánað tólf ár af dómi sínum en hann sótti fyrst um aðstoð við að fá að deyja árið 2011 og hefur barátta hans því staðið yfir í um þrjú ár. Lögin þar í landi segja að þeir sem sækja um að fá aðstoð við að deyja verði að vera tilbúnir til þess að rökstyðja beiðni sína og sýna vilja sinn írekað svo málið sé tekið til skoðunar.

Lögfræðingar Van Den Bleeke rökstyðja beiðni hans á andlegri vanlíðan hans og segja hann vera fanga í eigin líkama vegna þess að hann er ófær um að stjórna eigin kynferðislegu hvötum.

Þetta er í fyrsta skiptið sem dómstólar í Belgíu veita fanga réttinn til þess að binda enda á eigið líf og telja fylgjendur úrskurðsins það vera hið mannúðlega í stöðunni.

Van Den Bleeke verður fluttur frá fangelsinu á spítala á næstu dögum þar sem aðgerðin mun eiga sér stað.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert