77 lögfræðingar myrtir á fjórum árum

Morðingjarnir óku um á mótorhjólum. Mynd úr safni.
Morðingjarnir óku um á mótorhjólum. Mynd úr safni. AFP

Árásarmenn á mótorhjólum skutu og myrtu lögfræðing í Hondúras í gær. Þetta er sjötugasti og sjöundi lögfræðingurinn sem er myrtur í landinu frá árinu 2010.

Maðurinn var í bíl ásamt bróður sínum þegar þeir tóku eftir því að þeim var veitt eftirför. Þeir voru um 240 kílómetrum norður af höfuðborginni Tegucigalpa þegar árásarmennirnir myrtu þá báða. Ekki er vitað hvort morðingjarnir áttu eitthvað sökótt við mennina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert