Breskir bræður meðal grunaðra

Taílenskur lögreglumaður stendur við líkamsleifar fórnarlambannna áður en þær voru …
Taílenskur lögreglumaður stendur við líkamsleifar fórnarlambannna áður en þær voru fluttar til rannsókna. AFP

Breskir bræður hafa nú verið yfirheyrðir vegna morðanna á tveimur breskum ferðalöngum í Taílandi á mánudaginn.

Bræðurnir, þeir Chris og James Ware hafa verið beðnir um að halda sig í Taílandi er sérfræðingar bíða eftir niðurstöðum úr DNA prófum á fórnarlömbunum.

Þau David Miller og Hanna Witheridge fundust hálfnakin og látin á strönd á taílensku eyjunni Koh Tao á mánudaginn. Miller var 24 ára en Witheridge ári yngri.

Samkvæmt fréttastofunni Sky deildu Ware bræðurnir herbergi á eyjunni með Miller en þeir eru allir þrír frá Jersey í Englandi. 

Talsmaður ríkislögreglunnar í Taílandi sagði að 11 farandverkamenn frá Búrma hafi verið yfirheyrðir vegna morðanna, en blóðblettir fundust á fötum nokkurra þeirra. 

Talsmaðurinn bætti við að jafnframt væru tveir Bretar grunaðir um verknaðinn en þeir eru þó ekki í haldi. „Við getum ekki útilokað þá. Þeir voru nánir vinir fórnarlambanna og vissu allt um þau.“ Jafnframt kom fram að lögreglan hafi fundið sönnunargögn sem benda til þess að Witheridge hafi verið nauðgað áður en hún var myrt. 

Rannsóknarlögreglumenn hafa einnig skoðað þann möguleika að fórnarlömbin hafi verið að stunda kynlíf á ströndinni stuttu áður en þau voru myrt. Kynlíf á almannafæri er bannað í Taílandi vegna trúarbragða. 

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var það drukknun og höfuðhögg sem dró Miller til dauða á meðan Witheridge lést úr höfuðáverkum. 

Að sögn Pornchai Sutheerakune, sem er yfirmaður réttarfræðistofnunar Taílands, var Miller einnig með áverka á höndum, sem gefur til kynna að einhver átök hafi átt sér stað. 

Á upptöku öryggismyndavélar í nágrenni strandarinnar sáust Miller og Witheridge ganga hönd í hönd útaf bar um klukkan eitt eftir miðnætti. Næsta morgun fundust þau látin á Sairee ströndinni. 

Frétt Sky um málið.

Fréttir mbl.is

„Bresk­ir ferðamenn myrt­ir í Taílandi“

„Þrír yf­ir­heyrðir í tengsl­um við morðin“

Hanna Witheridge og David Miller.
Hanna Witheridge og David Miller. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert