Flóttamaður frá Sýrlandi stýrir flokknum

68 manns féllu í Útey þegar Breivik gerði árás sumarið …
68 manns féllu í Útey þegar Breivik gerði árás sumarið 2011. Flestir sem létu lífið voru ungmenni. AFP

Mani Hussaini, 26 ára flóttamaður frá Sýrlandi, verður næsti leiðtogi ungmennahreyfingar Verkamannaflokksins í Noregi. 68 manns féllu þegar Anders Behring Breivik gerði árás á sumardvalarstað hreyfingarinnar í Útey þann 22. júlí 2011.

Í stefnuyfirlýsingu Breivik lýsti hann meðal annars andstöðu sinni gegn fjölmenningarstefnu. Hussaini kom frá Sýrlandi fyrir fjórtán árum og hefur hann nú tvöfaldan ríkisborgararétt, norskan og sýrlenskan. Mætti því ætla að nýji leiðtoginn sé Breivik ekki að skapi. Hussain segist ekki aðhyllast nein trúarbrögð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert