Að minnsta kosti þrír árásarmenn

Ættingjar Hönnu Witheridge eru mættir til Taílands.
Ættingjar Hönnu Witheridge eru mættir til Taílands. AFP

Lögreglan í Taílandi telur víst að þrír árásarmenn hafi tekið þátt í morðunum á Bretunum Dav­id Miller og Hönnu Wit­her­idge en þau fundust hálfnak­in og lát­in á strönd á taí­lensku eyj­unni Koh Tao á mánu­dag­inn. Nýtilkomin sönnungögn hafa rennt stoðum undir að árásarmennirnir hafi verið nokkrir en DNA hefur meðal annars fundist úr fleiri en einum einstaklingi á sígarettustubbum í nágrenninu.

Talið er að tvímenningarnir hafi verið myrtir um klukkan hálf fimm að morgni eftir að þeir yfirgáfu strandbar í nágrenninu. Lögreglan hefur legið undir nokkru ámæli sökum rannsóknarinnar og þykir hún ekki hafa staðið sig nægilega vel að mati margra. Henni mistókst til að mynda að girða af vettvang morðanna í tæka tíð auk þess sem dagar liðu áður en hún ákvað að rannsaka hótelherbergi fórnarlambanna þar sem meðal annars fundust blóðugar sáraumbúðir.

Foreldrar hinnar 23 ára Wit­her­idge komu til Bangkok í gær til að aðstoða við rannsóknina en ekki er víst hvort að aðstandendur hins 24 ára Millers, sem numið hafði verkfræði við háskólann í Leeds, muni halda utan. Borgarstjóri Koh Tao, Chaiyan Turasakul, hefur lofað fimmtíu þúsund tælenskum bat, tæplega tvö hundruð þúsund íslenskum krónum, hverjum þeim sem getur veitt upplýsingar sem leiða til handtöku morðingjanna.

Dav­id Miller og Hannah Wit­her­idge.
Dav­id Miller og Hannah Wit­her­idge. AFP
Ættingjar Hönnu Wit­her­idge.
Ættingjar Hönnu Wit­her­idge. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert