Ein af hverjum fimm misnotuð

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, vill bæta um betur í háskólum …
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, vill bæta um betur í háskólum landsins. AFP

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hét því í dag að berjast gegn kynferðislegu ofbeldi á háskólasvæðum í Bandaríkjunum. Talið er að ein af hverjum fimm konum í landinu séu misnotaðar kynferðislega á meðan þær stunda nám við háskóla.

Aðeins um 12% af árásunum eru tilkynntar til lögreglu og enn færri málum lýkur með dómi.  Obama á sjálfur tvær dætur á unglingsaldri, 13 og 16 ára. Hann benti á að ekki mætti gleyma því að karlmenn eru einnig misnotaðir. „Mönnum er nauðgað. Þeir eru enn ólíklegri til að ræða það,“ sagði forsetinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert