Stakk fórnarlambið með ísnál

Luka Rocco Magnotta.
Luka Rocco Magnotta. AFP

Réttarhöld yfir kanadíska klámmyndaleikanum Luka Rocco Magnotta, sem er ákærður fyrir morð á kínversku nemanda í Montreal munu hefjast 29. september. Dómari í málinu tilkynnti í dag að kviðdómarar hafi verið valdir. 

Magnotta er ákærður fyrir að hafa stungið fórnarlamb sitt, Lin Jun, til bana með ísnál í maí 2012. Í kjölfarið níddist hann kyn­ferðis­lega á líkinu, skar það í sund­ur og tók allt sam­an upp á mynd­band. Myndbandið setti hann á netið og sendi svo lík­ams­hlut­ana í pósti til skóla og skrif­stofa stjórn­mála­flokka.

Málið er eitt stærsta saka­mál sem komið hefur upp í Kan­ada í mörg ár.

Nokkrum dögum eftir morðið fann lögreglan í Montreal búk fórnarlambsins í ferðatösku í rusli fyrir utan íbúðarhús. 

Hendur og fætur fórnarlambsins voru síðan sendar í pósti til skrifstofa stjórnmálaflokka í Ottawa og tveggja skóla í Vancouver. Höfuð Lin fannst síðan í almenningsgarði í Montreal nokkrum mánuðum síðar. 

Magnotta flúði Kanada en var handtekinn í Þýskalandi í júní 2012. Magnotta segist vera saklaus af öllum ákæruliðum. Ef hann er sakfelldur verður hann líklegast í fangelsi til æviloka. 

Talið er að réttarhöldin taki um sex til átta vikur en um sextíu manns munu bera vitni.

Fyrri fréttir mbl.is

„Brjálæðingurinn fyrir dóm“

„Fórn­ar­lamb kanadíska brjálæðings­ins borið til graf­ar“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert